mobile navigation trigger mobile search trigger
27.11.2023

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð 2023

Rauði krossinn, Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefnd Kvenfélagsins Nönnu, Kvennfélag Reyðarfjarðar, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan hafa í mörg ár átt samstarf um að styðja fjárhagslega við einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Aðstoð sjóðsins felst í úttektarkorti í matvöruverslun á svæðinu.

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð 2023

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á söfnunarreikning jólasjóðsins:

0569-14-400458, kt. 520169-4079.

Vilji fyrirtæki þitt/félagasamtök styrkja samstarfið óskum við þess að aðstoðin berist fyrir 30. nóvember 2023, svo að nægur tími verði til að stefnu til að panta inneignarkort og afhenda þeim sem minna mega sín.

Sjóðurinn tekur ekki við matargjöfum í ár.

Allt fé sem safnast rennur óskipt til einstaklinga sem eru í þörf fyrir aðstoð.

Sjóðurinn vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa styrkt hann síðustu ár.

Hægt er að nálgast rafræna umsókn inni á íbúagátt Fjarðabyggðar frá og með 24. nóvember 2023 til og með 14. desember 2023

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Björg Halldórsdóttir s. 863-8705 eða í gegnum netfangið thorunnbjorg@redcross.is

Frétta og viðburðayfirlit