mobile navigation trigger mobile search trigger
26.06.2017

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram í Hveragerði um helgina. Þar var tilkynnt að mótið fari fram í Neskaupstað árið 2019.

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019
Frá móti helgarinnar. Mynd: UMFÍ.

Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 og verður mótið í Neskaupstað 2019 það 9. í röðinni. Á næsta ári fer það fram á Sauðárkróki. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Það er opið öllum þeim sem verða 50 ára á árinu og eldri.

Keppnisgreinarnar á móti helgarinnar voru badminton, bridds, boccia, frjálsar íþróttir, fuglagreining, golf, jurtagreining, línudans, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandblak, sund, throwdown, utanvegahlaup og þríþraut.

Það er því nægur tími til að velja sér grein eða greinar og æfa fyrir mótið.

Frekari upplýsingar um Landsmót 50+ má finna hér.

Frétta og viðburðayfirlit