mobile navigation trigger mobile search trigger
27.02.2024

Rafrænar undirritanir allra teikninga

Frá og með deginum í dag, 27.febrúar 2024, tekur embætti byggingafulltrúa Fjarðabyggðar upp rafrænar undirritanir á allar teikningar, þ.e. aðaluppdrætti og sérteikningar. Er þetta stórt skrefið í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og liður í því að einfalda þjónustuferla og spara um leið tíma og kostnað.

Rafrænar undirritanir allra teikninga
Úr kortasjá Fjarðabyggðar

Byggingarfulltrúi sendir beiðni um fullgilda rafræna undirritun til hönnuða eftir yfirferð og afgreiðslu byggingarfulltrúa. Þegar því er lokið eru teikningar settar inn á kortasjá Fjarðabyggðar þar sem hönnuðir og aðrir geta sótt sér þær. Pappír er því óþarfur í umsýslu mála sem til verða frá deginum í dag ef hönnuðir eru með rafræn skilríki.

Mál sem hafa orðið til fyrir 27. febrúar 2024 þarf að klára eftir eldra fyrirkomulagi.

Frétta og viðburðayfirlit