mobile navigation trigger mobile search trigger
27.07.2017

Stefna mótuð vegna fiskeldis í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar markaði sér nýverið stefnu í fiskeldismálum. Ákveðið var með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um fiskeldi á Austfjörðum, að stefna skyldi mörkuð út frá almennum jafnt sem atvinnutengdum hagsmunum. 

Stefna mótuð vegna fiskeldis í Fjarðabyggð

Lögð er áhersla á að að uppbygging fiskeldis fari fram á grunni sjálfbærar nýtingar og hófsemi og varúð verði ávalt höfð í fyrirrúmi og áhættu stýrt með gerð vandaðra áætlana, skilvirku eftirliti og gagnsæju verklagi.

Í stefnunni er lögð er áhersla á að að uppbygging fiskeldis fari fram á grunni sjálfbærar nýtingar og hófsemi og varúð verði ávalt höfð í fyrirrúmi og áhættu stýrt með gerð vandaðra áætlana, skilvirku eftirliti og gagnsæju verklagi.

Einnig er lögð áhersla á að fiskeldi verði bundið við firði sem eru í byggð og atvinnustarfsemi fer þegar fram í. Þannig verði eyðifirðir, á borð við Hellisfjörð og Viðfjörð, lokaðir fyrir fiskeldi og sérstaða ósnortinnar náttúru varðveitt. Mikilvægt er sveitarfélagið nýti til fulls þá möguleika sem sjálfbært fiskeldi felur í sér til vaxtar og samfélagslegrar eflingar.

Stefnuna í heild sinni má lesa hér

Frétta og viðburðayfirlit