mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2017

Sumarstarf - Búsetuþjónusta á Reyðarfirði

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir sumarstarf í búsetuþjónustu á Reyðarfirði.

Um er að ræða tímabundið afleysingastarf í sumar með möguleika á framlengingu. Í boði er 50-100% starfshlutfall á tímabilinu 15. maí til 15. september.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvetja og styðja notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Leiðbeinir/aðstoðar notendur þjónustunnar við athafnir daglegs lífs.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn.

Hæfniskröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðhorf, sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki.
  • Gerð er krafa um að starfsmaður tali og skilji íslensku.
  • Bílpróf er æskilegt.

Nánari upplýsingar veitir Helga Elísabet Guðlaugsdóttir deildarstjóri búsetuþjónustu í síma 470-9000 eða netfanginu helga.gudlaugsdottir@fjardabyggd.is

Ferilskrá skal fylgja umsókn.

Sótt um í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2017.

Frétta og viðburðayfirlit