mobile navigation trigger mobile search trigger
05.02.2024

Takmörkuð opnun Stefánslaugar á Norðfirði

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í dag var tekið fyrir minnisblað fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmda og umhverfissviðs vegna þeirra áhrifa sem skerðing  Landsvirkjunar á afhendingu orku til fjarvarmaveitna mun hafa.

Takmörkuð opnun Stefánslaugar á Norðfirði

Fjarðabyggð rekur í dag tvær fjarvarmaveitur, aðra í Neskaupstað og hina á Reyðarfirði. Til að bregðast við þessari skerðingu hefur verið gripið til þess ráðs að keyra fjarvarmaveiturnar báðar með viðarperlum, og að einhverju leyti með olíu. Í Neskaupstað er m.a. Stefánslaug kynnt með fjarvarmaveitunni og fyrir liggur að þessi ákvörðun Landsvirkjunar hefur verulega neikvæð áhrif á rekstur hennar, en um 40% af framleiðslu fjarvarmaveitunar fer í að kynda sundlaugina.

Þar sem fyrir liggur að kostnaður við að kynda sundlaugin með viðarperlum og olíu, eins og nú er gert, er umtalsverður tók bæjarráð Fjarðabyggðar þá ákvörðun í morgun að laugarkari Stefánslaugar, ásamt vaðlaug, verður lokað eftir að skólasundi lýkur á virkum dögum. Heitir pottar og gufubað verða áfram opinn og til að byrja með verður áfram óbreytt  opnun um helgar, en verið er að meta hvort þörf verður á að breyta einnig opnunartíma þá.

Gera má ráð fyrir að þessar ráðstafanir geti staðið út apríl mánuð. Nánari upplýsingar um opnunartíma Stefánslaugar meðan þetta ástandi varir verða gefnar út á morgun, þriðjudaginn 6. febrúar.

Frétta og viðburðayfirlit