mobile navigation trigger mobile search trigger
12.04.2024

Píanókennari Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals

Við Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals vantar píanókennara til starfa í fullt starf. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2024. Helstu kennslugreinar eru píanó, gítar og rafbassi en aðrar kennslugreinar koma líka til greina og fer eftir hæfni, vilja og getu viðkomandi kennara. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá.
  • Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði.
  • Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.
  • Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.
  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð

Starfslýsing tónlistakennara

Í Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals eru tæplega 100 nemendur og eru flestir á grunnskólaaldri. Kennsla fer fram á skólatíma grunnskóla að mestu leyti og eru tónlistarkennslustofur í sama húsnæði og grunnskólarnir. Mjög gott samstarf er við grunn- og leikskóla.

Undanfarin ár hafa fimm kennarar verið starfandi við skólann. Mikið og gott samstarf er milli kennara og skólinn kennir eftir hugmyndafræði lærdómssamfélagsins.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og FT/FÍH.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl, 2024.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Valdimar Másson, skólastjóri, í síma 4759035, 8359035 eða á netfanginu tonfast@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit