mobile navigation trigger mobile search trigger
27.03.2018

Úthlutun styrkja Framkvæmdasjóðs til náttúrusvæða í Fjarðabyggð

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað til stórsóknar í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum þar sem áherslan er á friðlýst svæði og fjölgun ferðamannastaða. Fjarðabyggð sótti um fjárveitingu í fimm verkefni sl. haust.

Úthlutun styrkja Framkvæmdasjóðs til náttúrusvæða í Fjarðabyggð
  • Deiliskipulagsgerð í Mjóafirði
  • Til framkvæmda í Fólkvangi Neskaupstaðar 
  • Til framkvæmda í fólkvanginum í Hólmanesi
  • Til úrbóta við minningarreitinn á Fáskrúðsfirði
  • Til sjávarhversins Söxu á Stöðvarfirði.

Ráðuneytið kynnti úthlutanir Framkvæmdasjóðsins sl. fimmtudag, 22. mars 2018, og komu styrkir til Fjarðabyggðar til eftirfarandi verkefna:

Framvæmdir við Fólkvang Neskaupstaðar - 19.408.000 Styrkur veittur til að bæta aðgengi ferðamanna að svæðinu og verja viðkvæmda náttúru.

Lokaáfangi framkvæmda við Hólmanes - 8.232.000 Styrkur veittur til að ljúka lokaáfanga í framkvæmdum á Hólmanesi. Áhersla lögð á að efla fræðslu á svæðinu með útikennsluaðstöðu.

Áfangi II við sjávarhverinn Söxu - 7.268.000 Styrkur veittur til að ljúka framkvæmdum á áningastað og stígum samkvæmt hönnun og deiliskipulagi.

Öll þessi verkefni voru sett á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018 með fyrirvara um úthlutun styrkja í fyrrgreind verkefni.

Frétta og viðburðayfirlit