mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2017

Vinnuskóli Fjarðabyggðar 2017

Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir unglinga í 8. og 9. bekk grunnskóla Fjarðabyggðar.

Störf Vinnuskólans eru létt garðyrkjustörf s.s. hirðing blómabeða, tína rusl, plöntun blóma og trjáa, sláttur og rakstur á minni svæðum íbúabyggðar o.m.fl.

Fræðsla á vegum skólans er fyrir 8. bekk viku kynning hjá Sjávarútvegsskólanum, 9. bekkur viku kynning hjá VA og fyrir báða bekkina einn dagur á vegum Landgræðslunnar - "að lesa landið".

Vinnutími: 14 ára 4 klst. á dag í 4 vikur, 15 ára 4 klst. á dag í 6 vikur.

Vinnuvikur sem hægt er að velja um eru: Vika 23, 6. júní til og með viku 33, 18. ágúst.

Einungis verður hægt að sækja um vinnuskólans á rafrænuformi í gegnum ráðningavef Fjarðabyggðar.

Allt um fyrirkomulag vinnuskóla hér.

Frétta og viðburðayfirlit