Fyrsta sameiginlega opnun félagsmiðstöðvanna er núna á föstudaginn!
05.03.2025
Fjölskyldunefnd ákvað það á fundi sínum á dögunum að hafa sameiginlega opnun einusinni í mánuði út skólaárið. Ungmenni í Fjarðabyggð hafa verið að kalla eftir sameiginlegri opnun félagsmiðstöðva. Þannig gefst þeim tækifæri til að hittast, kynnast og styrkja tengslin á milli kjarna innan Fjarðabyggðar. Von er á spennandi dagskrá næsta föstudag sem unnin hefur verið í samstarfi við ungmennin.