Þemadagar Nesskóla: Íslensk tunga í forgrunni
18.11.2024Þemadagar Nesskóla stóðu yfir í síðustu viku með áherslu á íslenska tungu. Nemendur og kennarar lögðu metnað í fjölbreytta og skapandi vinnu sem sýndi íslenska menningu og tungu í ýmsu ljósi.
Þemadagar Nesskóla stóðu yfir í síðustu viku með áherslu á íslenska tungu. Nemendur og kennarar lögðu metnað í fjölbreytta og skapandi vinnu sem sýndi íslenska menningu og tungu í ýmsu ljósi.
Nemendur og kennarar við Eskifjarðarskóla héldu hátíð í sal skólans föstudaginn 15. nóvember, og tilefnið var Dagur íslenskrar tungu. Þessi ágæti dagur er haldinn til heiðurs okkar ástsæla ljóðskáldi, náttúrufræðingi og nýyrðasmið, Jónasi Hallgrímssyni sem fæddist þann 16. nóvember árið 1807.
Björn Hafþór Guðmundsson kom á fund bæjarráðs Fjarðabyggðar á dögunum og færði fulltrúum sveitarfélagsins þeim Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar, Ragnari Sigurðssyni, formanni bæjarráðs og Jónu Árný Þórðardóttur, bæjarstjóra nýútkomin hljómdisk ..Við skulum ekki hafa hátt", á disknum eru 14 lög sem Björn samdi sjálfur ásamt textum við 12 þeirra.
Föstudaginn 8. nóvember síðastliðinn var Baráttudagur gegn einelti. Markmið dagsins , er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Það var söngstund í morgun tileinkaður þessum degi.
Íbúafundur vegna verkefnisins Gott að eldast verður haldinn 20. nóvember (miðvikudagur) næst komandi kl. 16:30 -18:00, í sal Austurbrúar, við Búðareyri 1, Reyðarfirði.
Fundurinn verður í streymi: https://www.youtube.com/live/FDtakTKZ6X4
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak fyrir alla landsmenn. Sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær alhliða hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja.
Þessi dularfulla og stórskemmtilega menningarveisla verður um allt Austurland dagana 27. október til 3. nóvember nk. Dagar myrkurs eru vetrarhátíð sem fagnar í senn myrkrinu og ljósinu með fjölda viðburða til samveru og notalegra stunda við kertaljós. Markmiðið er að láta hvítu ljósin loga, tákn friðar og kærleika, þar til litrík ljós aðventunnar taka við.
Snjómokstur gengur samkvæmt áætlun. Einhverjar tafir eru þó á Eskfirði.
Bókasafnið á Reyðarfirði er lokað ídag miðvikudaginn 20.nóvember.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda.
Boðað hefur verið til fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fimmtudaginn 21. nóvember, í fundarsal að Hafnargötu 2, á Reyðarfirði og hefst hann kl. 16:00
Fundurinn verður að venju sýndur í beinni útsendingu á vefnum. Hægt er að finna hana með því að smella hér.
Fundarboð: Bæjarstjórn - 387.