Heilsudagur að hausti
16.09.2025
Nemendur og starfsfólk Eskifjarðar nýttu daginn til útivistar í dag í björtu og fallegu veðri.
Nemendur á elsta stigi mættu til leiks á Hólmahálsi og þaðan gengu þeir sem leið lá niður á Skeleri. Eftir að hafa spókað sig þar um tíma, borðað pylsur og farið í leiki gengu þeir með ströndinni og plokkuðu rusl.