mobile navigation trigger mobile search trigger

Vor í Fjarðabyggð

16.05.2024 Vor í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð boðar til árlegrar vorhreinsunar dagana 20. – 25. maí 2024. Bæjarstarfsmenn munu sjá um að hirða alla ruslapoka og annað rusl sem safnast hefur saman í lok ruslatínslu. Við hvetjum alla íbúa, fyrirtæki, félagasamtök, og skóla til að taka þátt í þessu samfélagsverkefni og leggja sitt af mörkum. Gerum okkur glaðan dag og tökum höndum saman að fegra nærumhverfið. Við hvetjum til almenns viðburðarhalds eins og t.d. hverfagrill eða skemmtilegra viðburða í lok hreinsunnar.

Fylgið okkur á samfélagsmiðlum undir #voríFjarðabyggð og ,,tagga" okkur á @Fjarðabyggð

Lesa meira

LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR FYRIR BÖRN SUMARIÐ 2024

07.05.2024 LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR FYRIR BÖRN SUMARIÐ 2024

Menningarstofa Fjarðabyggðar mun, líkt og síðustu ár, halda úti listasmiðjum sumarið 2024 en þar eru í boði skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla (fædd 2011-2015). Boðið verður upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð. Athugið að takmarkaður fjöldi barna kemst í hverja smiðju og fyrstur kemur fyrstur fær. Reiknað er með 12-15 börnum í allar smiðjur nema Textílsmiðjuna sem tekur við 8 þátttakendum.

Lesa meira

Skíðatímabilinu í Oddsskarði lokið

06.05.2024 Skíðatímabilinu í Oddsskarði lokið
Nú þegar vor er komið í loftið þá er komið að lokum skíðatímabilsins í Oddsskarði. 
Óhætt er að segja að þetta hefur verið einn sá besti vetur um langa hríð. Þrátt fyrir að lokað hafi verið alla páskanna sökum veðurs. 
Lesa meira

Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

19.04.2024 Opinn viðtalstími með bæjarstjóra í Eskifjarðarskóla

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri býður uppá opinn viðtalstíma þriðjudaginn 23. apríl frá klukkan 18:00 - 19:30 í Eskifjarðarskóla. 

Íbúum er velkomið að koma við, fá sér kaffi og spjalla við bæjarstjóra um þau málefni sem brenna á þeim. 

Lesa meira

Handhafar Fjarðarkortsins

16.05.2024

Gjaldfrjáls afnot af söfnum gegn framvísun Fjarðakortsins eru afnumin á árinu 2024. Þess í stað gefst þeim sem kaupir aðgang að safni  ótakmörkuð afnot af því innan ársins.

Lesa meira