mobile navigation trigger mobile search trigger
06.04.2021

Engar breytingar á opnunartíma bókasafna

Opnunartími almenningsbókasafna Fjarðabyggðar verður óbreyttur í samræmi við sóttvarnarreglur gefnar út 25. mars og gildir til og með 15. apríl 2021.

Takmarkanir eru:

  • Almenn fjöldatakmörk miðast við tíu manns.
  • Nándarreglan er 2 metrar og reglur um grímuskyldu og sóttvarnir eru óbreyttar.
  • Fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímu­skyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar.

Takmarkanir varðandi fjölda gesta bókasafnanna miðast við stærð á rými safnanna og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna tillitssemi og fylgja almennum reglum um sóttvarnir s.s. grímuskyldu, handþvott, sprittun og fjarlægðarmörk.