mobile navigation trigger mobile search trigger
30.04.2021

Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað ganga vel

Vinna við ofanflóðamannvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils ganga vel og muna verða unnið áfram að framkvæmdum á svæðinu á næstu vikum. 

Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað ganga vel

Um þessar mundir er unnið að því að koma keilunum upp en þær eru alls 16 talsins.Verið er að sprengja efni í  keilurnar efst á framkvæmdarsvæðinu. Í hverja keilu fara um 1000 rúmmetrar af efni og eru þær eru formaðar með mold sem síðan verða græddar upp með því að sá í þær grasfræjum.

Á næstu vikum verður vinnu haldið áfram af krafti. Framundan er vinna við þvergarðinn, sem er 370 metra langur. Þar er eftir að hækka garðinn um 6 metra að austanverðu og um 3 metra vestast og þá á  garðurinn eftir að að lengjast um 15 metra í vesturátt. Rúmmál garðsins eins og hann stendur í dag er um 70 þúsund m3.

Þá verður einnig unnið við uppbyggingu á keilum og þvergarði auk bergskeringar í efri keiluröð. Gert er ráð fyrir að vinnu við bergskeringar verði lokið  um mánaðarmótin maí/júní. Einnig verður unnið við Akurlæk sem mun verða að mestu leyti lokaður neðan við göngustíg.  Unnið verður við áframhaldandi uppgræðslu á svæðinu um leið og tíðarfar leyfir.

Hér að neðan má einni virða fyrir sér teikningu af áningastað sem verður gerður við göngustígin ofan við spennustöðina við Blómsturvelli.

Fleiri myndir:
Framkvæmdir við ofanflóðamannvirki í Neskaupstað ganga vel
Áningastaður ofan Blómsturvalla