mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2023

Jógastund með fjölskyldunni

Jógastund er fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Verður haldin sunnudagin 28. maí klukkan 11:00 í Egilsbúð.

Jógastund með fjölskyldunni

Við förum í gegnum jógastöður, gerum öndunaræfingar, bregðum á leik og endum á ljúfri slökun. Endilega kynnið ykkur kennarann hana Önnu Rós á facebook síðu hennar.