mobile navigation trigger mobile search trigger
25.03.2023

Kennari við Nesskóla Unglingastig

Í Nesskóla starfa öllu jafna um 53 starfsmenn. Á komandi hausti verða um 220 börn í 1. - 10. bekk í skólanum. Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á samþættingu námsgreina, upplýsingatækni og list- og verkgreinar. Á komandi vetri hefst innleiðing leiðsagnarnáms í skólanum. Í Nesskóla er unnið að forvörnum í anda Olweusar áætlunarinnar gegn einelti ásamt því að lögð er áhersla á ART kennslu. Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfsstjórn barna og unglinga. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing og vinátta.

Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennara sem vill ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Að færa dagbækur reglulega, nemendaskrár, einkunnabækur og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Starfar með umsjónarkennurum og námsráðgjöfum og veitir upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Starfslýsing grunnskólakennari

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. og eru umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu, www.nesskoli.is. Nánari upplýsingar um starfið má fá hjá Önnu Marín Þórarinsdóttur skólastjóra, annamarin@skolar.fjardabyggd.is 

og Þórfríði Soffíu Þórarinsdóttur aðstoðarskólastjóra, thorfridur@skolar.fjardabyggd.is, einnig í síma 477-1124.

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar