mobile navigation trigger mobile search trigger
07.08.2019

Störf við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa, starfsmann í skólasel og skólaliða frá og með 20. ágúst nk. Leitað er að starfsmönnum sem reiðubúnir eru að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks.


Um er að ræða tvö 100% störf

• Stuðningur í bekk á mið-/unglingastigi fyrri hluta dags og þrif á skólastofum seinni hluta dags. Um er að ræða tímabunda ráðningu til sex mánaða eða eins árs. Til greina kemur að ráða í lægra starfshlutfall eða útfæra starfið með öðrum hætti.


• Þrif og gæsla fyrri hluta dags og starf í skólaseli eftir hádegi. Til greina kemur að ráða í lægra starfshlutfall eða útfæra starfið með öðrum hætti.

Stuðningsfulltrúi og skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Um er að ræða stuðning í bekk (mið-/unglingastig) fyrri hluta dags og þrif á skólastofum seinni hluta dags. Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur við nám í bekk og jafnvel í frímínútum. Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi bæði úti og inni.

Reynsla og æskileg hæfni:
• ánægja af starfi með börnum.
• ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• sveigjanleiki og jákvætt viðhorf.
• frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd.
• kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum.
• Íslenskukunnátta er skilyrði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 475-9020 eða 867-6177 og eya@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk.

Starfslýsing stuðningsfulltrúa

Starfslýsing skólaliða

Sótt er um starfið á ráðningarvef sveitarfélagsins.

Starf við skólasel og þrif í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Um er að ræða þrif og gæslu fyrri hluta dags og starf í skólaseli eftir hádegi. Starfið felst meðal annars í því að annast gæslu og skapa fjölbreytt viðfangsefni með börnum í lengdri viðveru. Starfsmaður í skólaseli aðstoðar umsjónarmann með gæslu, leik og starf nemenda í lengdri viðveru.

Reynsla og æskileg hæfni:
• ánægja af starfi með börnum.
• frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
• sveigjanleiki og jákvætt viðhorf.
• snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd.
• kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum.
• Íslenskukunnátta er skilyrði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 475-9020 eða 867-6177. Hægt er að senda tölvupóst á: eya@skolar.fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk.

Starfslýsing starfsmanns í Skólaseli

Starfslýsing skólaliða

Sótt er um starfið á ráðningarvef sveitarfélagsins.