mobile navigation trigger mobile search trigger
22.05.2023

Sumarafleysing starfsmaður á heimili fyrir fatlaða

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til sumarstarfa í búsetuþjónustu fyrir fatlaða á Reyðafirði eða á Neskaupsstað. Unnið er eftir hugmyndafræðinni Þjónandi leiðsögn með áherslu á að íbúum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.

Vinnan felst í því að aðstoða einstaklinga, eftir þörum, við athafnir daglegs lífs, hjálpa þeim að skipuleggja og halda uppi heimili, ásamt því að veita þeim aðstoð við að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Um er að ræða þjónustu í vaktavinnu í íbúðarkjarna fyrir fatlaða þar sem veitt er sólahringsþjónusta, svo einstaklingur þarf að geta unnið dag-, kvöld-, nætur- og helgarvaktir. Í boði er 85-100% starf tímabundið í skemmtilegu starfsumhverfi ásamt fjölbreyttum verkefnum.

 

Starfslýsing:

 • Veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs.
 • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
 • Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
 • Virkja íbúa til þátttöku í samfélaginu.
 • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
 • Almenn heimilisstörf, svo sem þrif og eldamennska.

Hæfniskröfur:

 • Aðili verður að vera orðin 18 ára.
 • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
 • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.
 • Æskilegt er að starfsmenn séu með bílpróf.

Starfslýsing starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2023

Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við

viðkomandi stéttarfélag. 

Anna Guðlaug Hjartadóttir, forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaða veitir upplýsingar á netfangið

anna.hjartardottir@fjardabyggd.is eða í síma 844-4845

Sótt erum starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggðar