mobile navigation trigger mobile search trigger
15.05.2023

Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar

Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar? Við leitum að einstaklingi sem vill leggja okkur lið á góðum vinnustað. Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í að veita íbúum Fjarðabyggðar skilvirka og góða þjónustu. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu.

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði.

Helstu verkefni:

 • Símasvörun fyrir bæjarskrifstofur og stofnanir.
 • Móttaka viðskiptavina og gesta.
 • Móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning.
 • Skráning mála í skjalakerfi og frágangur mála.
 • Stoðþjónusta innan bæjarskrifstofu
 • Aðstoð við undirbúning funda og viðburða.
 • Annast innkaup og umsjón rekstrarvara og minniháttar skrifstofubúnaðar.
 • Annast skipulag mötuneytis og skráningar því tengdu.
 • Annast og aðstoðar við undirbúning móttöku gesta, almennra funda og innkaup veitinga ef þess er óskað.

Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfinu er áskilin.
 • Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum er mikilvæg.
 • Reynsla af notkun ritvinnslu- og upplýsingatæknikerfa er mikilvæg.
 • Góð íslenskukunnátta og íslensk ritfærni.
 • Önnur tungumálakunnátta er kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Gott viðmót og þjónustulund er mikilvæg.
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði.

Starfslýsing þjónustufulltrúi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Umsækjendur af öllum kynjum hvattir til að sækja um störfin.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson, bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu gunnar.jonsson@fjardabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2023 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.