mobile navigation trigger mobile search trigger
27.01.2021

Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-Miðbær samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin fellst í því að Lambeyrabraut, að Lambeyrarbraut 14 er gerð að vistgötu. Þá er gert ráð fyrir byggingarlóð milli Lambeyrarbrautar 1 og 3.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði frá og með 27. janúar 2021 til  og með 10. mars 2021.

Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 10. mars 2021. Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfis- og skipulagssviðs á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 470-9000 eða á netfangið skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs