mobile navigation trigger mobile search trigger
04.11.2019

Truflun á fjarskiptasambandi í Fjarðabyggð aðfaranótt 12.nóvember

Aðfaranótt 12.nóvember nk. hefur Míla tilkynnt rof á ljósleiðara milli Eskifjarðar og Neskaustaðar. Við þessa vinnu mun mest allt fjarskiptasamband rofna í Neskaupstað milli kl. 01:00 og 04:00. Reyndar er búið að verja talsímasambönd í Neskaupstað svo gamli talsíminn (POTS) verður ekki fyrir áhrifum. Gagnaflutningur (fyrirtæki), Internet og sjónvarp (einstaklingar/fyrirtæki) og farsímasendar verða fyrir áhrifum á meðan á þessari vinnu stendur.

Ákveðið hefur verið að þessa sömu nótt verði aðgangsleiðaskiptir Mílu á Eskifirði uppfærður. Sú uppfærsla tekur um 30 mínútur á milli kl. 04:00-05:00. Þessi aðgerð hefur áhrif á fjarskipti í Neskaupstað og á Eskifirði, gagnaflutningur (fyrirtæki), Internet og sjónvarp (einstaklingar/fyrirtæki) á stöðunum, auk talsíma á Eskifirði. Talsími í Neskaupstað (POTS) verður áfram varinn.

Ennfremur, hefur verið að ákveðið að vinna Netkerfa Símans á Reyðarfirði, sem hefur áhrif í Neskaupstað, á Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðadalsvík og Djúpavog verði þessa sömu nótt á milli kl. 03:00 og 07:00. Þessi vinna hefur áhrif á fyrirtækjatenignar á þessum stöðum í 15-20 mínútur.

Neskaupstaður:

01:00 – 04:00: Rof á ljósleiðara (3 klst.)

04:00 – 05:00 útskipting á búnaði á Eskifirði (aðgangsleiðaskiptir Mílu). Rof á tengingum í 15-20 mínútur.

03:00-07:00 Vinna við IP net á Reyðarfirði. Rof á tenginum í 15-20 mínútur. Fellur vonandi saman með rofi á ljósleiðara.

 

Eskifjörður:

04:00 – 05:00 útskipting á búnaði á Eskifirði (aðgangsleiðaskiptir Mílu). Rof á tengingum í 15-20 mínútur.

03:00 - 07:00 Vinna við IP net á Reyðarfirði. Rof á tenginum í 15-20 mínútur.

 

Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík, Djúpivogur:

03:00-07:00 Vinna við IP net á Reyðarfirði. Rof á tenginum í 15-20 mínútur.