mobile navigation trigger mobile search trigger
02.10.2019

Útboð - Skjónulækur Neskaupstað, jarðvinna

Fyrir hönd Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar er óskað eftir tilboðum í að stífla núverandi farveg Skjónulækjar, móta og rofverja nýjan veitufarveg til sjávar og lagfæra núverandi farveg Skjónulækjar.

Verkið felur í sér uppmokstur lausra jarðlaga, fyllingu í 5 m háa stíflu og 2-3 m háar jarðvegsmanir, lagningu ræsa og frágang vega, lagningu vegslóðar og rofvörn farvega. Skriðuefni úr uppgreftri skal nýta í fyllingar. Umframefni skal sturta út í sjó, nokkur hundruð metra frá framkvæmdasvæði. Grjót af framkvæmdasvæði skal flokka og nýta í rofvörn. Grjót sem upp á vantar skal sækja í grjótnámu í u.þ.b. 8 km fjarlægð frá framkvæmdasvæði.

Nokkrar magntölur:
- Gröftur í laus jarðlög: 30.000 m³
- Fylling: 12.500 m³
- Haugsetning: 17.000 m³
- Ræsi, D=1,8 m: 108 m
- Ræsi, D=1,4 m: 24 m
- Rofvörn, D=0,7-1,4 m: 9.000 m³
- Rofvörn, D=0,3-0,7 m: 2.000 m³
- Jarðvegsdúkur: 10.500 m²
- Yfirborðsfrágangur: 13.000 m²

Jarðvinna skal vera fullfrágengin 1. mars 2020.
Heildarverklok eru 15. júní 2020.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt og á skrifstofu Fjarðabyggðar frá og með 3. október 2019. Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfang marino@fjardabyggd.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur verður haldinn á verkstað 9. október kl. 13:00.

Tilboðum skal skila til Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð fyrir kl. 13:00, 14. október 2019, en þá verða þau opnuð að viðstöddum fulltrúum verkkaupa og þeim bjóðendum sem þess óska.