mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRN Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar er skipuð níu bæjarfulltrúum sem kosnir eru til fjögurra ára í almennum kosningum til sveitarstjórna. Hún fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarins, kemur fram í nafni sveitarfélagsins og gætir hagsmuna þess og íbúa. Bæjarstjórn heldur reglulega fundi tvisvar í mánuði, að jafnaði fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar, að sumarmánuðum undanskildum og fer þá bæjarráð með umboð hennar og afgreiðir mál. 

Bæjastjórn ræður málefnum sveitarfélagsins innan þeirra marka sem lög setja og samþykktir um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar, en svo nefnast þær reglur sem sveitarfélagið hefur sett sér um stjórn þess og stjórnsýslu. Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði haldnir í fundarsal sveitarfélagsins að Hafnargötu 2, Reyðarfirði og hefjast kl. 16.00.

Fundirnir eru opnir og er þeim sjónvarpað beint á vef sveitarfélagsins. 

Eldri upptökur af fundum má finna með því að smella hér.

Bæjarstjórn 2014-2018

baejarstjornallir.jpg

Í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 sitja fyrir hönd Framsóknarflokks og óháðra þau Jón Björn Hákonarson og Pálína Margeirsdóttir, fyrir hönd Fjarðalistans þau Eydís Ásbjörnsdóttir, Sigurður Ólafsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Einar Már Sigurðarsson, fyrir hönd Sjálfstæðisflokks þau Jens Garðar Helgason og Dýrunn Pála Skaftadóttir, og fyrir hönd Miðflokks Rúnar Már Gunnarsson

Tengd skjöl

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2018 - 2022. Talið frá vinstri Páll Björgvin Guðmundsson fyrrv. bæjarstjóri, Jón Björn Hákonarsson, forseti bæjarstjórnar, Ragnar Sigurðsson (varabæjarfulltrúi), Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, Einar Már Sigurðarsson, Sigurður Ólafsson, Rúnar Gunnarsson, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir,  Pálína Margeirsdóttir og Dýrunn Pála Skaftadóttir. Á myndina vantar Jens Garðar Helgason.