mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRI

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins og æðsti yfirmaður starfsliðs stjórnsýslunnar og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Hann undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur hann rétt til setu á fundum ráða bæjarins með sömu réttindum.

Sendu bæjarstjóra póst

Kalli_mynd.jpg

Karl Óttar Pétursson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í stað fastra viðtalstíma eru einstök viðtöl bókuð í síma 470 9000.

Hafðu samband og bókaðu viðtal eða sendu Karli Óttari tölvupóst með því að fylla út formið hér til hliðar.

Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson

PISTLAR BÆJARSTJÓRA

Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

22.04.2020 Gleðilegt sumar - Sumarkveðja bæjarstjóra

Fjarðabyggð sendir öllum starfsmönnum sínum og íbúum sínar bestu óskir um gleðilegt sumar með kærri þökk fyrir veturinn. Hér að neðan má síðan lesa stutta sumarkveðju frá bæjarstjóra Fjarðabyggðar Karli Óttari Péturssyni.

Lesa meira

Páskakveðja bæjarstjóra Fjarðabyggðar

11.04.2020 Páskakveðja bæjarstjóra Fjarðabyggðar

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson, sendir starfsmönnum Fjarðabyggðar og íbúum sveitarfélagsins sínar bestu páskakveðjur í stuttum pistli hér á heimasíðu Fjarðabyggðar

Gleðilega páska!

Lesa meira

Öflug og einlæg samstaða í Fjarðabyggð í baráttunni við COVID-19

30.03.2020 Öflug og einlæg samstaða í Fjarðabyggð í baráttunni við COVID-19

Samkomubann vegna heimsfaraldurs af völdum COVID – 19 hefur nú varað í tæplega þrjár vikur.  Það hefur sett líf flestra úr skorðum á einn eða annan hátt.  Stofnanir Fjarðabyggðar hafa á undanförnum vikum brugðist hratt og fumlaust við þeim aðstæðum sem það hefur skapað.  Starfsfólk Fjarðabyggðar hefur staðið sig með stakri prýði og kappkostað að reyna að halda þjónustunni gangandi eins vel og unnt er við afar krefjandi aðstæður. 

Lesa meira