mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRI

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins og æðsti yfirmaður starfsliðs stjórnsýslunnar og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Hann undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur hann rétt til setu á fundum ráða bæjarins með sömu réttindum.

Sendu bæjarstjóra póst

Karl Óttar Pétursson er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Í stað fastra viðtalstíma eru einstök viðtöl bókuð í síma 470 9000.

Hafðu samband og bókaðu viðtal eða sendu Karli Óttari tölvupóst með því að fylla út formið hér til hliðar.

PISTLAR BÆJARSTJÓRA

Brúna tunnan - Mikilvægt framlag til umhverfismála

15.01.2018 Brúna tunnan - Mikilvægt framlag til umhverfismála

Með hliðsjón af aukinni áherslu á flokkun á úrgangs, hefur Fjarðabyggð ákveðið að hefja söfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum og þess vegna mun þriðja sorptunnan brátt bætast við hinar tvær sem fyrir eru. Þar er um að ræða hina svokölluðu Brúnu tunnu, en í hana á að safna öllum lífrænum úrgangi sem til fellur á heimilum. Með því að stíga þatta skref vill sveitarfélagið leitast við að veita bestu mögulegu þjónustu í sorphirðu- og úrgangsmálum. 

Lesa meira

Endurbætur á Norðfjarðarflugvelli - framlag til eflingar heilbrigðisþjónustu á Austurlandi

21.08.2017 Endurbætur á Norðfjarðarflugvelli - framlag til eflingar heilbrigðisþjónustu á Austurlandi

Á morgun, sunnudaginn 20.ágúst, verður Norðfjarðarflugvöllur tekin formlega í notkun eftir gagngerar endurbætur. Um er að ræða nokkuð óvenjulega framkvæmd á samgöngumannvirki, þar sem sveitarfélagið Fjarðabyggð, Samvinnufélag Útgerðarmanna í Neskaupstað og Síldarvinnslan hf. fjármögnuðu helminginn af kostnaði við framkvæmdarinnar á móti ríkinu. 

Lesa meira