mobile navigation trigger mobile search trigger

HAFNARSTJÓRN

Hafnarstjórn hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafnarinnar. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn hafnarmála en framkvæmdastjórn er falin hafnarstjórn og framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna. Stjórnin starfar samkvæmt reglugerð sem sett er um störf hennar.

Hafnarstjórn hefur ákvörðunarvald um rekstur hafnarinnar, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, s.s. leigu á húsnæði í eigu hafnarinnar og á landi hennar. Hún veitir leyfi til starfsemi á hafnarsvæðinu og gerir tillögur til bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu eftir að tillögurnar hafa fengið umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Smelltu hér til að skoða fundargerðir hafnarstjórnar

Aðalmenn

Heimir Snær Gylfason, formaður (D)
Jón Björn Hákonarson, varaformaður (B)
Þuríður Lillý Sigurðardóttir (B)
Bryngeir Ágúst Margeirsson (D)
Stefán Þór Eysteinsson (L)

Varamenn

Benedikt Jónsson (D)
Ingunn Eir Andrésdóttir (D)
Karen Ragnarsdóttir (B)
Árni Björn Guðmundsson (B)
Einar Hafþór Heiðarsson (L)

Um starfs- og valdsvið hafnarstjórnar er vísað til 3. gr. hafnarreglugerðar fyrir  Fjarðabyggðarhafnir. Meginverkefni eru eftirfarandi:

  • Hafnarstjórn hefur umsjón með fjármálum og rekstri hafnanna.  Nýbyggingum og  viðhaldi hafnanna skal sinnt í samvinnu við eigna-, skipulags- og umhverfissvið.  Leita skal staðfestingar bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun hafnarsjóðs svo og lántökum hafnarsjóðs sem ná til lengri tíma en yfirstandandi fjárhagsárs.
  • Hafnarstjórn hefur ákvörðunarvald um rekstur hafnanna svo sem ráðstöfun á aðstöðu. Ákvarðanir um leigu á húsnæði í eigu hafnanna og landi þeirra skulu teknar í samráði við eigna-, skipulags- og umhverfissvið.
  • Hafnarstjórn veitir leyfi til starfsemi á hafnarsvæðum og hefur vald til að banna eða takmarka afnot hafnarsvæða fyrir starfsemi sem hún telur torvelda eðlilegri hafnarstarfsemi.
  • Hafnarstjórn gerir tillögur til bæjarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu, enda hafi tillögurnar fengið umfjöllun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Byggingamál á hafnarsvæðum skulu hljóta umfjöllun hafnarstjórnar áður en þau eru lögð fyrir bæjarstjórn.