mobile navigation trigger mobile search trigger
25.11.2014

1. fundur ungmennaráðs Fjarðabyggðar

1. FUNDUR UNGMENNARÁÐS OG ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAFULLTRÚA
HALDINN ÞRIÐJUDAGINN 25. NÓVEMBER 2014 KL. 16:00 – 17:30
Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mættir voru: Dagur Ingi Valsson, Friðrik Júlíus Jósefsson, María Rún Karlsdóttir, Marta Guðlaug Svavarsdóttir, Patrekur Darri Ólason, Rúnar Már Theódórsson, Steinar Berg Eiríksson og Guðmundur Halldórsson sem jafnframt ritaði fundargerð. 

 1. Kynning
 • Fulltrúar kynntu sig með nafni, sögðu hvaðan þeir kæmu og af hverju þeir hafa gefið kost á sér til setu í ungmennaráði.

 • Samþykkt um hlutverk ungmennaráðs
 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi les yfir samþykkt um hlutverk ungmennaráðs.

 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að fundargerðir verði einungis á rafrænu formi en ekki skráðar í gerðarbók eins og samþykkt um ungmennaráð gerir ráð fyrir. Hugmyndin er að spara pappír.
 • Meðlimir ungmennaráðs samþykkja tillöguna einum rómi.
 • Dagskrá vetrarins
 • Helgi Laxdal forsprakki JCI hreyfingarinnar á Austurlandi hefur boðist til að halda leiðtoganámskeið fyrir meðlimi ungmennaráðs líkt og hann gerði í fyrra. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir leiðtoganámskeiðið og segir frá því hvernig það gekk í fyrra.
 • Ungmennaráðsmeðlimir eru allir hlynntir því að fá Helga til að halda leiðtoganámskeið fyrir hópinn og stefnan er tekin á að námskeiðið verði haldið laugardaginn 24. janúar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að skipuleggja námskeiðið í samráði við formann ráðsins og Helga Laxdal.
 • Ráðstefna UMFÍ „Ungt fólk og lýðræði“ verður sennilega haldin í Stykkishólmi í enda mars 2015. Einungis eru 2 örugg sæti í boði en hugsanlega verða þau nokkuð fleiri. Farið yfir hvernig skuli velja þátttakendur í ferðina.
 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur til að mæting á fundi ráði mestu um hverjir fái að fara, þeir sem hafi flestar mætingar hafi forgang. Ef margir verða jafnir þá verði nöfn dregin upp úr hatti. Mæting á leiðtoganámskeið verði einnig talin með.
 • Ungmennaráðsfulltrúar samþykkja þessa aðferð við val í ferðina.
 • Fundur með bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Í lok starfsárs verður fundur með bæjarstjórn þar sem meðlimum ungmennaráðs gefst kostur á að koma áleiðis málum sem þarfnast athugunar eða úrlausna. Meðlimum ungmennaráðs er bent á að hafa það í huga og skoða sín hagsmunamál sérstaklega vel.
 • Umræður um hagsmunamál ungmenna í Fjarðabyggð.
 • Ungmennaráðsmeðlimir vilja fá tíma og rúm til að ræða við sitt bakland og koma með sín hagsmunamál til umræðu á næsta fund ráðsins.
 • Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs

 • Eins og samþykkt um ungmennaráð kveður á um er kosið formann og varaformann ungmennráðs á fyrsta fundi ráðsins.-       Þeir fá báðir fullan stuðning ráðsins til að gegna þessum embættum.
 •  
 • -       Rúnar Már Theódórsson býður sig fram til formennsku og Steinar Berg   Eiríksson býður sig fram til varaformanns.
 1. Önnur mál:
 • Næsti fundur er ráðgerður þriðjudaginn 13. janúar 2015. 

 • Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30.