mobile navigation trigger mobile search trigger
16.05.2017

4. fundur ungmennaráðs veturinn 2016-2017

4. FUNDUR

UNGMENNARÁÐS FJARÐABYGGÐAR

VETURINN 2016 – 2017

HALDINN FIMMTUDAGINN 4. MAÍ

KL. 15:30-16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNUM REYÐARFIRÐI

Mætt: Daði Þór Jóhannsson, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Bóas Kár Garski Ketilsson, Björn Leví Ingvarsson, Anya Hrund Shaddock, Sara Rut Vilbergsdóttir og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

 1. Raddir ungs fólks skipta máli

Þau Jóhanna Lind og Katrín Björg sögðu frá upplifun sinni af ráðstefnunni Raddir Ungs fólks skipta máli sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Athygli er vakin á því að ráðstefnan var tekin upp og sett á netið og er hún aðgengileg á slóðinni http://www.samband.is/um-okkur/fundir-og-radstefnur/skipta-raddir-ungs-folks-mali/ 

 

 1. Leiðtoganámskeið Ungmennaráða Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs

Leiðtoganámskeið Ungmennaráða Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs var haldið þann 18. mars síðastliðin. Umsjónarmaður námskeiðsins var Margrét Gauja Magnúsdóttir. Ungmennaráðið þakka Margréti Gauju kærlega fyrir frábært námskeið.

 1. Ungt fólk og lýðræði

Þau Bóas Kár og Sara Rut sögðu frá upplifun sinni af Ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var dagana 5. -7. Apríl á Laugabökkum í Miðfirði. Einnig var farið yfir ályktun Ungmennaráðs UMFÍ sem unnin var á ráðstefnunni. Ungmennaráð Fjarðabyggðar tekur heilshugar undir ályktun ráðstefnunnar.

 

 1. SnapChat filter fyrir Fjarðabyggð

Ungmennaráð Fjarðabyggðar ætlar að standa fyrir samkeppni um besta „SnapChat geofilterinn“ fyrir Fjarðabyggð.

 • Í verðlaun er 6 mánaðarkort í sund- og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggð auk annarra glæsilegra vinninga.
 • Skila þarf bestu tilnefningunum í Png file, í upplausn 1080x1920 og stærðin verður að vera minni en 300 kb. Tillögum skal skila á emailið a.oddsson@fjardabyggd.is
 • Skilyrðið er að nafn Fjarðabyggðar og/eða skjaldarmerkið þarf að vera í filternum.

 

 1. Sjálfsali í Fjarðabyggðarhöllina

Ungmennaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að heyra í rekstraraðilum sem gætu komið upp sjálfsala í Fjarðabyggðarhöllinni sem myndi selja t.d. próteindrykki og aðra næringu en Ungmennaráðið telur að slíkt yrði til mikilli bóta fyrir unga íþróttamenn í Fjarðabyggð.

      6. Ungmennaráð – hvað svo?

 • Ungmennaráð ræddi næstu skref ráðsins og upp komu hugmyndir um að halda úti „facebook like“ síðu í nafni Ungmennaráðs Fjarðabyggðar.
 • Rætt var um að skipuleggja ungmennaskipta verkefni þar sem heimsótt yrði ungmennaráð einhvers af vinubæjum Fjarðabyggðar.
 • Einnig ræddi ráðið um að halda ráðstefnu.
 • Íþrótta- og tómstundafulltrúi fjallaði um framkvæmd verkefnisins Kuldabola, ungmennahátíðarinnar sem haldin er á hverju hausti í Fjarðabyggð. Í framhaldi að því var rædd möguleg aðkoma Ungmennaráðs Fjarðabyggðar af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í framtíðinni.