mobile navigation trigger mobile search trigger
16.02.2017

3. fundur ungmennaráðs veturinn 2016-2017

3. FUNDUR UNGMENNARÁÐS FJARÐABYGGÐAR

VETURINN 2016 – 2017

HALDINN FIMMTUDAGINN16. FEBRÚAR 2017 kl. 15:30 – 16:50

Á BÆJARSKRIFSTOFUNNNI REYÐARFIRÐI

Mætt Daði Þór Jóhannsson, Katrín Björg Pálsdóttir, Jóhanna Lind Stefánsdóttir, Hlynur Örn Helgason, Bóas Kár Garski Ketilsson, Björn Leví Ingvarsson, Þór Elí Sigtryggsson, Anya Hrund Shaddock, Sara Rut Vilbergsdóttir og Bjarki Ármann Oddsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Heimsókn frá Birgi Jónssyni upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar

Birgir upplýsingafulltrúi kom inn á fundinn og fékk hugmyndir frá ungmennaráði um Fjarðabyggð almennt, samfélagsmiðla og heimasíðu Fjarðabyggðar. Skemmtilegar umræður voru í hópnum. 

  1. Fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn 5. Janúar

Farið var yfir þau mál sem ungmennaráð lagði fyrir bæjarstjórn á fundi 5. janúar síðastliðin og athugað í hvaða ferli þau eru. 

  1. Leiðtoganámskeið

Íþrótta- og tómstundafulltrúi ræddi við ungmennaráð um leiðtoganámskeið þann 18. mars næstkomandi. 

  1. Tímasetning fyrir VA ball

Formaður ungmennráðs ræddi við ungmennaráð um dagssetningar fyrir ball sem VA ætlar að halda fyrir nemendur grunnskólanna. Rætt var um að dagssetningin var 28. apríl myndi henta best. 

  1. Anya Hrund Shaddock segir frá heimsókn sinni í Umræðupartý UMFÍ 3. febrúar síðastliðinn

Þangað mættu um 50 ungmenni á aldrinum 16-30 ára og funduðu þau með stjórn og um 30 stjórnendum og starfsmönnum héraðssambanda og íþróttafélaga víðs vegar af landinu. Ungmennaráð UMFÍ stýrði umræðum og bingói. Umræðupartýinu lauk með hamborgaraveislu á veitingastaðnum Hard Rock. Þetta var fyrsta umræðupartý UMFÍ af fjórum sem fyrirhugað er að halda. Það næsta verður haldið í maí. 

  1. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram dagana 5. – 7. apríl á Laugabökkum í Miðfirði

Íþrótta- og tómstundafulltrúi ræddi við krakkana um ferðina Ungt fólk og lýðræði, en venjan er að meðlimir ungmennráðs Fjarðabyggðar fari á þessa ráðstefnu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:50.

Fundargerð ritaði Bjarki Ármann Oddsson