mobile navigation trigger mobile search trigger

Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar (SSF) er sameiginlegur félagsskapur starfsmanna hjá Fjarðabyggð. Auk þess að halda utan um skemmtanir og annan gleðskap, er tilgangur félagsins sá að afla félagsmönnum hópafslátta á vörum og þjónustu. Þá er félaginu einnig ætlað að mynda vettvang sem nýst getur félagsmönnum til fræðslu og eflingar í starfi og leik.

Félagsmenn eru allir fastráðnir starfsmenn hjá Fjarðabyggð í hálfu starfi erða meira. Nánari upplýsingar eru veittar á starfsmenn@fjardabyggd.is.

Stjórn SSF er kjörin til tveggja ára í senn. Fyrstu stjórn félagsins skipa Stella Rut Axelsdóttir, formaður (Norðfjörður), Hildur Vala Þorbergsdóttir (Norðfjörður), Jón Hilmar Kárason (Norðfjörður), Guðrún Margrét Björnsdóttir (Eskifjörður), Hrönn Reynisdóttir (Eskifjörður), Andrea Borgþórsdóttir (Reyðarfjörður), Ólöf Gísladóttir (Reyðarfjörður), Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, (Fáskrúðsfjörður), Heiðrún Ósk Ölverdóttir Michelsen (Fáskrúðsfjörður) og Jóna Petra Magnúsdóttir (Stöðvarfjörður). Andrea hefur verið starfandi formaður frá 10. september 2015, í kjölfar þess að Stella Rut baðst lausnar frá störfum formanns.

Starfsemin

Starfsmenn Fjarðabyggðar eru vel á fimmta hundrað og er árshátíð SSF því með stærstu viðburðum í Fjarðabyggð. 

Stjórn félagsins er kosin á vormánuðum.

Einnig er mikilvægur liður í starfseminni að neyta afls í krafti fjöldans. Við leitum eftir samningum við fyrirtæki og þjónustuaðila um afsláttarkjör félagsmönnum til handa og erum með augun opin gagnvart öðrum hagstæðum möguleikum í hópkaupum. Þá vinnur SSF síðast en ekki síst að fræðslu og auknu innbyrðis samstarfi stofnana á milli. (Mynd: Frá fyrstu árshátíðinni 2013)

Félagsskírteinið og félagsgjöldin

Félagsgjöld standa undir starfsemi félagsins ásamt mótframlagi frá sveitarfélaginu sem stjórn SSF semur árlega um.

Öllum tekjum félagsins er varið í rekstur þess. Stjórnarseta og önnur trúnaðarstörf eru ólaunuð.

Félagsgjöld eru 1500 kr. á mánuði fyrir fastráðna starfsmenn í hálfu starfshlutfalli eða meira. 

Öðrum starfsmönnum stendur vitaskuld til boða að ganga í félagið og greiða þeir 18.000 kr. í árgjald í samráði við gjaldkera á starfsmenn@fjardabyggd.is.

Félagsskírteinin eru stafræn og eru sótt í gegnum orlof.is/ssf