mobile navigation trigger mobile search trigger
16.12.2022

Álag á hita- og fjarvarmaveitu

Kuldatíð síðustu daga hefur aukið mjög álag á hitaveituna á Eskifirði og fjarvarmaveituna í Neskaupstað. Mikil notkun hefur verið á heitu vatni síðustu daga og enn er spáð kulda um helgina og því ljóst að álagið mun halda áfram enn um sinn.

Álag á hita- og fjarvarmaveitu

Fjarðabyggðarveitur íhuga nú hvort rétt sé að grípa til lokana í sundlaugunum á Eskifirði og í Neskaupstað til minnka álagið á kerfinu. Ef til þess kemur yrði það einungis í nokkra daga á meðan álagið er mest. Þetta er gert til létta á flutningi vatns og einnig til að minnka álag á kerfinu. Ef til þessa kemur verða tilkynningar varðandi lokun verða sendar út um leið og ákvörðun liggur fyrir.

Þá eru íbúar hvattir til að huga að notkun á heituvatni og fara vel með varmann., opna ekki gluggann til kælinga að óþröfu, tryggja að hitakerfi virki rétt og eins er ráð aðathuga með þéttingar á gluggum og hurðum.

Frétta og viðburðayfirlit