mobile navigation trigger mobile search trigger
25.10.2016

Kvennafrí í Fjarðabyggð

Konur í Fjarðabyggð tóku sér frí úr vinnu kl. 14:38 í gær til að undristrika kröfuna um sömu laun fyrir sömu eða sambærilega vinnu. Þessi mynd var tekin í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem boðið var upp á kaffi og hvatningarræður í tilefni dagsins.

Kvennafrí í Fjarðabyggð

Einnig fylktu konur liði í Neskaupstað og hittust á Hotel Hildibrand.

Kvennafrídagurinn 24. október var fyrst haldinn árið 1975 og vakti þá heimsathygli. Á þeim tíma voru meðallaun kvenna um 70% af meðallaunum karla. Þetta hlutfall en enn á svipuðum slóðum nú 46 árum síðar.

Örlítið hefur þó þokast. Árið 2005 gengu konur út af vinnustöðum kl. 14:08 og á árinu 2010 kl. 14:25. Konur hafa því bætt launastöðuna um einar 30 mínútur á rúmum áratug. Með óbreyttu framhaldi gætu konur því náð meðallaunum karla eftir um 50 ár.

Meðallaun segja þó aðeins hálfa söguna. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur hafa að meðaltali lægri laun, þar á meðal vinnutími en karlar vinna almennt lengri vinnudag. Einnig virðast karlar njóta frekar launafríðinda á borð við ógreidda yfirvinnu.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að í sumum tilvikum má skýra þennan mun á meðallaunum kynjanna með einföldum hætti eins og vinnutíma. Í öðrum tilvikum virðist launamunurinn ekki eiga sér neina skýringar. 

Þegar engar sýnilegar skýringar eru til staðar er um kynbundinn launamun að ræða. Sá munur er í dag um og yfir 10% allt eftir starfsgreinum, og hefur á heildina litið ekki breyst mikið á undanförnum árum.

Frétta og viðburðayfirlit