mobile navigation trigger mobile search trigger
16.06.2015

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn og á hafnarsvæði

Töluverðar framkvæmdir eru við Norðfjarðarhöfn en auk þess eru G. Skúlason, Síldarvinnslan og Fjarðarnet í byggingaframkvæmdum.

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn og á hafnarsvæði

Verið er að leggja lokahönd á stækkun hafnarinnar og er stefnt á að ljúka yfirborðsfrágangi smábátahafnar seinni part ársins. Góður gangur er í steypuvinnu á þekju togarbryggju, svona eftir að snjórinn fór loksins.

G. Skúlason er að reisa u.þ.b. 300 fermetra lager- og viðgerðarhús og á næstu lóð þar fyrir neðan er Brettasmiðja Tandrabergs að byggja u.þ.b. 600 fermetra hús.

Einnig eru framkvæmdir að fara af stað hjá Síldarvinnslunni. Stefnt er á að tvöfalda vinnsluna og hluti af því ferli er að byggja u.þ.b. 1.000 fermetra hús austan við fiskiðjuverið.

Fjarðarnet hefur sótt um lóð austan við fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar og munu framkvæmdir við uppfyllingu hefjast síðla sumars. Fjarðarnet stefnir á að byggja þar u.þ.b 2.200 fermetra hús að grunnfleti en tengt þessu verkefni er að gera viðlegukant sem síðar mun tengjast inn að olíubryggjunni.

Fleiri myndir:
Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn og á hafnarsvæði

Frétta og viðburðayfirlit