mobile navigation trigger mobile search trigger
27.07.2015

Franskir dagar í 20 ár

Í ár eru 20 ár liðin frá því að Franskir dagar hófu göngu sína á Fáskrúðsfirði. Af því tilefni færði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, framkvæmdanefnd hátíðarinnar rósir og hamingjuóskir við setninguna sl. föstudagskvöld.

Franskir dagar í 20 ár

Þá færði bæjarstjóri Maríu Óskarsdóttur, fyrsta formanni nefndarinnar, sérstök þakkarorð og  blómvönd fyrir mikið og óeigingjarnt starf hennar við uppbyggingu þessarar einstöku sumarhátíðar, en María leiddi framkvæmdanefndina allt þar til fyrir nokkrum árum, að Guðbjörg Steinsdóttir tók við kyndlinum.

Hér til hliðar má svo sjá Guðbjörgu, flytja bæjarstjóra þakkarorð, fyrir hönd aðstandenda hátíðarinnar.

(Beðist er velvirðingar á lökum myndgæðum)

Frétta og viðburðayfirlit