mobile navigation trigger mobile search trigger
21.10.2015

Mótun menningarstefnu Fjarðabyggðar

Menningarstefna Fjarðabyggðar, mótun hennar og framsetning, verður krufin til mergjar á opnum fundi sem verður í Tónlistarmiðtöð Austurlands i kvöld, miðvikudag kl. 20:00 til 22:00. Allt áhugafólk um öfluga menningu, listir og skapandi greinar er hvatt til að mæta og miðla sinni skoðun.

Mótun menningarstefnu Fjarðabyggðar

Fundurinn hefst á stuttum inngangserindum sem Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður starfshóps um mótun og framsetningu menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð og  Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður, flytja. Dýrunn Pála mun segja frá starfi starfshópsins og í kjölfarið veltir Jón Hilmar fyrir spurningunni: Menning - til hvers?

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála, mun síðan stýra laufléttri en þýðingarmikilli vinnustofu um menningarstefnu Fjarðabyggðar.

Komdu – og segðu þína skoðun. Álit þitt skiptir miklu máli.

Þetta verður bráðhressandi fundur um menningu með bæði litlum og stórum staf.

Frétta og viðburðayfirlit