mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2017

Nýjar ferðir hjá Strætisvögnum Austurlands

Þann 20. mars sl. bættust nýjar ferðir við áætlun Strætisvagna Austurlands.

Nýjar ferðir hjá Strætisvögnum Austurlands

Annars vegar eru það ferðir sem fara frá Stöðvarfirði klukkan 18:45 og frá Norðfirði klukkan 18:55 og fara inn að Alcoa svæði. Hinsvegar eru það ferðir frá Alcoa svæðinu klukkan 20:07 og til Stöðvarfjarðar og Norðfjarðar. Þessar ferðir eru opnar öllum og fargjald er samkvæmt gjaldskrá Strætisvagna Austurlands. Tímatöflu Strætisvagna Austurlands má nálagst inn á svaust.is.

Um er að ræða tilraunaakstur sem verður til 31. maí en með von um áframhaldandi akstur. Þess ber þó að geta að ekið er á lítilli rútu þannig að ekki er hægt að taka á móti hópum.

Ferðirnar eru settar upp á vegum Fjarðabyggðar í samstarfi við Eimskip, Securitas og Slökkvilið Fjarðabyggðar og munu starfsmenn þeirra nýta þær til og frá vinnu.

Frétta og viðburðayfirlit