mobile navigation trigger mobile search trigger
08.06.2021

Auglýsingasamningur við knattspyrnudeild Leiknis Fjarðabyggð

Á sunnudaginn var ritað undir auglýsinga- og samstarfssamning við Knattspyrnudeild Leiknis Fjarðabyggð. Samningurinn felur í sér að meistaraflokkar Leiknis, munu kenna sig við Fjarðabyggð og kynna nafn og merki sveitarfélagsins með ýmsum hætti í sinni starfsemi.

Auglýsingasamningur við knattspyrnudeild Leiknis Fjarðabyggð
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Magnús Ásbjörnsson, formaður Knd. Leiknis handsala samninginn að lokinni undirritun sl. sunnudag.

Um er ræða samskonar samning og í gildi er við Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar og blakdeild Þróttar Fjarðabyggð. Samningurinn felur í sér að meistaraflokkar Leiknis munu hér eftir leika undir merkjum Leiknis Fjarðabyggð, auk þess sem merki og nafn sveitarfélagsins verða sýnileg á búningum félagsins og á keppnisvelli.

Undirritun samningsins fór fram í hálfleik á leik Leiknis Fjarðabyggð og Kára, en Leiknismenn sigruðu leikinn með einu marki gegn engu. 

Við óskum Leikni Fjarðabyggð til hamingju með samninginn og óskum þeim velfarnaðar á vellinum í sumar!