mobile navigation trigger mobile search trigger
23.02.2021

Bókasöfn Fjarðabyggðar opnuð almenningi

Létt verður á takmörkunum á opnunartíma bókasafna Fjarðabyggðar frá og með 24. febrúar.

Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Fjöldatakmörk fyrir nemendur í hverju rými verði 150 nemendur á öllum aldursstigum grunnskóla.

Fjöldatakmörk fyrir fullorðna í rými verði 50 manns og nálægðarmörk fullorðinna verða1 metri. Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk eða fjöldatakmörk verður grímuskylda fyrir fullorðna.

Á öllum skólastigum öðrum en á háskólastigi verður foreldrum, aðstandendum og öðrum utanaðkomandi heimilt að koma inn í skólabyggingar, að uppfylltum reglum um sóttvarnir. Þetta eru þær meginbreytingar sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og að höfðu samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Takmarkanir varðandi fjölda gesta bókasafnanna miðast við stærð á rými safnanna og eru viðskipavinir beðnir um að sýna tillitssemi og fylgja almennum reglum um sóttvarnir s.s. grímuskyldu, handþvott, sprittun og fjarlægðarmörk.