mobile navigation trigger mobile search trigger
14.04.2021

Breytingar á sóttvarnarráðstöfunum - Sundlaugar, líkamsræktir og önnur íþróttamannvirki

Samkvæmt breytingum á sóttvarnarráðstöfunum sem kynntar voru í gær er gert ráð fyrir að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar megi opna aftur frá og með fimmtudeginum 15. apríl og starfa á 50% afköstum.

Það gleður okkur því að tilkynna að sundlaugar Fjarðabyggðar verða opnar skv. hefðbundnum opnunartíma frá og  með 15. apríl. nk.

Starfsemi líkamsræktarstöðvar eru ennþá settar miklar skorður, og verður tilhögun opnunar líkamsræktarstöðva kynnt á facebook síðum þeirra fljótlega.

Þá hafa almennaræfingar íþrótta, bæði barna og fullorðina verið heimilaðar. Íþróttamannvirki Fjarðabyggðar standa hópum því til boða skv. útgefinni æfingatöflu, tímapöntunum eða nánari samkomulagi við forstöðumenn.