mobile navigation trigger mobile search trigger
09.12.2020

Breytingar á sóttvörnum: Skólastarf

Samkvæmt breytingum á sóttvarnarráðstöfunum sem kynnt voru í gær og taka gildi frá 10. desember nk. verða nokkrar tilslakanir á starfsemi leik- grunn- og tónlistarskóla Fjarðabyggðar.

  • Grímuskylda og fjarlægðarmörk barna í 8. – 10. bekk mun falla úr gildi.
  • Ákvæði um hólfaskiptingu og hámarksfjölda leikskólabarna verða feld niður. Þetta gerir starfsemi og mönnum milli jóla- og nýárs auðveldari.
  • Vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana starfsfólks grunnskóla mun grunnskólum enn um sinn vera hólfaskipt.
  • Aðkoma foreldra að skólabyggingum mun áfram verða skert.
  • Tilskipun um sóttvarnir í skólastarfi gilda til 31. desember. Reglur um skólastarf sem taka gildi frá 1. janúar 2021 verða kynntar á næstunni.

Fólk er beðið um að fylgjast vel með tilkynningum og taka vel í nánari útlistanir hvers skóla á sóttvörnum.