mobile navigation trigger mobile search trigger
20.03.2020

Breytingar á starfsemi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar

Í ljósi neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 verður þjónusta skrifstofu Fjarðabyggðar með breyttu sniði frá og með mánudeginum 23. mars nk. Hluti starfsfólks mun þá eftir aðstæðum vinna heima fyrir, eða á öðrum starfsstöðvum Fjarðbyggðar til að draga úr líkum á smiti milli fólks.

Breytingar á starfsemi á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar

Við viljum benda fólki á að reyna eftir fremsta megni að eiga í samskiptum við starfsmenn Fjarðabyggðar í gegnum tölvupóst eða síma. Til að senda tölvupóst á einstaka starfsmenn skrifstofunnar er bent á netfangalista á heimasíðu sveitarfélagsins (setja flýtival). Þeir sem eiga erindi við starfsfólk skrifstofunnar og þurfa nauðsynlega að hitta það er bent á að hringja í síma 470 9000 á hefðbundum opnunartíma, milli klukkan 10:00 og 16:00 til að fá samband við viðkomandi starfsmenn.