mobile navigation trigger mobile search trigger
25.10.2019

Ormalyfsgjöf katta og hunda 2019

Laugardaginn 26. október verða ormalyfsgjafir í þjónustumiðstöðvum Fjarðabyggðar sem hér segir:

Ormalyfsgjöf katta og hunda 2019

Neskaupstaður kl. 09:00 – 10:00 kisur / 10:00 – 11:00 hundar
Eskifjörður kl. 11:30 - 12:30 kisur / 13:00 – 14:00 hundar
Reyðarfjörður kl. 14:30-15:30 kisur / 15:30-16:30 hundar

Dýralæknir Daníel Haraldsson

Gæludýraeigendum er bent á að þeir sem ekki geta komið á tilteknum tíma í sínum þéttbýliskjarna geta mætt á hina staðina.

Það er afar áríðandi er að ormahreinsa dýrin sín. Vöðvasullur greindist síðast á Austurlandi fyrir tveim árum. Gæludýrin okkar er ein smitleið þessa snýkjdýrs og mikilvægt að hindra þessa smitleið með ormalyfsgjöf.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má fá hjá Dýraeftirliti Fjarðabyggðar í síma 470 9000.