mobile navigation trigger mobile search trigger
11.09.2019

Fjarðabyggð auglýsir eftir Garðyrkjufræðingi til starfa

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða garðyrkjufræðingi til starfa hjá garðyrkjudeild sveitarfélagsins.

Garðyrkjudeildin sér meðal annars um að sinna  öllum gróðri á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins, sem og vinnuskóla Fjarðabyggðar

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Er staðgengill garðyrkjustjóra
 • Verkstjórn flokkstjóra í vinnuskóla
 • Kortlagning og framkvæmd verkefna í samvinnu við garðyrkjustjóra
 • Aðstoða við þjálfun og fræðslu flokkstjóra
 • Fylgjast með viðhaldi og öryggi véla og tækja
 • Klippingar og grisjun á trjám og runnum
 • Útplöntun á trjám, runnum  sumarblómum og haustlaukum
 • Garðsláttur
 • Viðhald á beðum,bekkjum blómakörum 

Hæfni:

 • Garðyrkjufræðingur með sveinspróf af skrúðgarðyrkju er kostur
 • Reynsla af verkstjórn
 • Frumkvæði, áræðni og röggsemi til verka
 • Lipurð í samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
 • Almenn ökuréttindi 
 • Reglusemi og stundvísi
 • Líkamlegt hreysti
 • Vinnuvéla próf er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Björk Einarsdóttir Garðyrkjustjóri Fjarðabyggðar, helga.b@fjardabyggd.is. Umsóknarfrestur er til 30. september.

2019 Starfslýsing garðyrkjufræðingur í þjónustumiðstöð.pdf

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar