mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2020

Gervigras við Fjarðabyggðarhöllina

Miðvikudaginn 8. júlí  milli kl. 16:00 – 20:00 gefst almenningi tækifæri til að koma við Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði og sækja sér gervigras sem féll til þegar skipt var um gras á höllinni í vor.

Grasinu hefur verið komið í rúllur og eru 72m2 (24m x 3m) á hverri rúllu og vega þær um 800 kg.

Á svæðinu verður kranabíll sem getur aðstoðað við að hífa rúllur upp á kerrur eða farartæki, en flutningu frá svæðinu er að öðru leyti á ábyrgð þess sem sækir grasið.

Hægt verður að fá minni hluta af rúllum og munu starfsmenn Fjarðabyggðar verða á svæðinu til að leiðbeina varðandi það. Athugið að ef taka á hluta af rúllu þar viðkomandi að hafa með sér tæki til að skera rúllurnar í sundur.