mobile navigation trigger mobile search trigger
24.03.2021

Hertar sóttvarnarráðstafanir - Breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Á blaðamannafundi í Hörpu í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars, og er ætlað að koma  í veg fyrir frekara smit á nýjum afbrigðum COVID – 19 sem greinst hafa hér á landi upp á síðkastið. Gert er ráð fyrir að þessar nýju aðgerðir gildi í þrjár vikur eða til 14. apríl. Þessar aðgerðir munu óhjákvæmilega hafa áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar og eru þessar helstar.

Hertar sóttvarnarráðstafanir - Breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Skólastarf:

  • Grunnskólar Fjarðabyggðar munu ekki verða opnir þá tvo daga sem eftir eru fram að páskafríi. Starfsmenn munu nota næstu tvo daga til að undirbúa starfið eftir páskaSkólafrístund verður lokuð fram að páskum. Sjá tilkynningu
  • Starfsdagur verður í leikskólunum í Neskaupstað, á Eskifirði og Reyðarfirði til 10:00 fimmtudaginn 25. mars þar sem aðlaga þarf skólastarfið að breyttum sóttvörnum.  Þess þarf ekki í Kærabæ á Fáskrúðsfirði og í leikskóladeildunum í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verða þeir því með óbreytta opnun.  Sjá tilkynningu
  • Enginn kennsla verður í tónlistarskólum þá tvo daga sem eftir eru fram á páskafríi. Starfsmenn munu nota næstu tvo daga til að undirbúa starfið eftir páska. Sjá tilkynningu
  • Unnið er að útgáfu reglugerðar varðandi skólastarf eftir páska og munu tilkynningar varðandi breytingar á því verða gefnar út um leið og reglugerðin liggur fyrir. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti um helgina varðandi aðra tilhögun skólastarfs.

Önnur starfsemi:

  • Sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og íþróttahús loka. Ekkert skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf verður í gangi. Sjá tilkynningu
  • Skíðasvæðið í Oddsskarði lokar. Sjá tilkynningu
  • Bókasöfn Fjarðabyggðar munu verða opin fram að páskum og miðað við 10 manna samkomutakmarkanir. Nánari tilkynning um starfsemi bókasafna eftir páska verða gefnar út í næstu viku. Sjá tilkynningu
  • Bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verður opin, en fólk er hvatt til að nýta sér rafrænar lausnir til samskipta ef þess er kostur.

Ég vil hvetja fólk til að fylgjast með vefnum okkar www.fjardabyggd.is og Facebook síðu Fjarðabyggðar en allar tilkynningar verða birtar þar, ef kemur til frekari skerðingar á þjónustu. Þar má einnig nálgast tilkynningar frá almannavörnum. Þá vil ég benda á upplýsingasíðu landlæknisembættisins www.covid.is en þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um stöðu mála, tilkynningar og annað efni sem nýtist okkur vel í baráttunni.

Þessar aðgerðir undirstrikar alvarleika faraldursins og hversu mikilvægt er að við tökumst á við hann öll sem heild, þrátt fyrir að aðstæður séu mismunandi milli landshluta. Við gerum þetta saman með þolgæði og samstöðu að leiðarljósi og þannig losum við okkur við þennan óvelkomna gest hér eftir sem hingað til.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.