mobile navigation trigger mobile search trigger
24.03.2021

Hertar sóttvarnir – Breytingar á starfsemi grunnskóla

Ljóst er að þær auknu sóttvarnaraðgerðir sem kynntar voru í dag munu hafa áhrif á skólastarf. Því verðar starfsdagar fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars í grunnskólum Fjarðabyggðar og engin kennsla.

Unnið er að útgáfu reglugerðar varðandi skólastarf eftir páska og munu tilkynningar varðandi breytingar á því verða gefnar út um leið og reglugerðin liggur fyrir.

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar og í tölvupósti um helgina varðandi aðra tilhögun skólastarfs.