mobile navigation trigger mobile search trigger
16.10.2020

Íbúar í Breiðdal sjóði neysluvatn

Eins og tilkynnt var um í morgun á heimasíðu Fjarðabyggðar og á samfélagsmiðlum komu fram vísbendingar um kólígerla í vatnsveitunni í Breiðdal. Vegna þess var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn meðan unnið væri að því að greina orsök mengunarinnar og endurheimta vatnsgæði. Það er rétt að taka fram að ekki er talið að fólki stafi hætt af þeirri mengun sem mældist, en af öryggisástæðum er fólk beðið um að sjóða neysluvatn.  

Íbúar í Breiðdal sjóði neysluvatn

Nú er unnið að því að greina annað sýni sem tekið var úr vatnsveitunni í Breiðdal í dag og er það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Von á bráðabirgðar niðurstöðum úr því fljótlega, og það mun staðfesta þá hvort um mengun sé að ræða eða aðeins eingangrað einstakt tilfelli.