mobile navigation trigger mobile search trigger
21.11.2020

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð 2020

Hefð er komin á samvinnu Rauða kross deilda í Fjarðabyggð, Fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefndar Kvenfélagsins Nönnu, Kvenfélags Reyðarfjarðar, Kaþólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar við að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Þá hefur styrkjum í sjóðinn einnig verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum.

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 569-14-400458 kt. 520169-4079, en söfnunarreikningurinn er í nafni Eskifjarðarkirkju og allt fé sem safnast rennur óskipt til einstaklinga sem eru í þörf fyrir aðstoð.  Sjóðurinn vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hafa styrkt hann síðust ár.

Tekið er á móti umsóknum í sjóðinn í gegnum netföngin erla.jo@kirkjan.is eða sigridur.inga@fjardabyggd.is  til og með 8. desember 2020.

Nánari upplýsingar veita Erla Jónsdóttir og Sigríður Inga Björnsdóttir í ofangreindum netföngum.