mobile navigation trigger mobile search trigger
09.04.2016

Komust áfram í lokakeppnina

Tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð eiga þrjá glæsilega fulltrúa á lokakeppni Nótunnar, sem fram fer í Hörpu þann 10. apríl. Þau eru Írena Fönn Clemmensen, Tónskóla Neskaupstaðar og Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson, frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Komust áfram í lokakeppnina

Þessir efnilegu tónlistarmenn tóku þátt í svæðiskeppni Nótunnar, sem fram fór þann 10. mars sl. í Hofi á Akureyri og fengu viðurkenningu að launum, fyrir þann glæsilega árangur að komast á lokakeppnina.

Við óskum Antoni, Anyu Hrund og Írenu Fönn góðs gengis.

Fleiri myndir:
Komust áfram í lokakeppnina
Anya Hrund og Anton Unnar.
Komust áfram í lokakeppnina
Írena Fönn.