Tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð eiga þrjá glæsilega fulltrúa á lokakeppni Nótunnar, sem fram fer í Hörpu þann 10. apríl. Þau eru Írena Fönn Clemmensen, Tónskóla Neskaupstaðar og Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson, frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.