mobile navigation trigger mobile search trigger
31.05.2019

Laus störf við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar - Skólaliði og Skólasel

Skólaliða vantar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með 1. ágúst 2019. Leitað er að starfsmanni sem er reiðubúinn að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks.

Starf skólaliða felst m.a. í ræstingu, leiðsögn og umsjón með börnum í leik og starfi bæði úti og inni.

Reynsla og æskileg hæfni:

 • ánægja af starfi með börnum
 • ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
 • frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd
 • kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum

Um er að ræða 50-60% starf. Vinnutíminn frá kl. er frá kl. 8:00 til 12:00/12:30 eftir samkomulagi. Hægt væri að gera heila stöðu úr þessu starfi og 40% stöðu starfsmanns í skólaseli.  Umsóknarfrestur er til 21. júní n.k.

Skólaliði_starfslýsing.pdf

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Starfsmann vantar í skólasel Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með 1. ágúst 2019.

Starfið felst meðal annars í því að annast gæslu og skapa fjölbreytt viðfangsefni með börnum í lengdri viðveru. 

Reynsla og æskileg hæfni:

 • ánægja af starfi með börnum
 • frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • sveigjanleiki og jákvætt viðhorf
 • snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd
 • kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum

Um er að ræða u.þ.b. 40%. starf.  Vinnutími eftir að skóla lýkur hjá yngsta stigi. Hægt væri að sameina þetta starf 60% starfi skólaliða þannig að úr verði heil staða. Umsóknarfrestur er til 21. júní n.k.

Starfslýsing - Aðstoðarmaður í Skólaseli

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér

Nánari upplýsingar um störfin veitir Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 475-9020. Hægt er að senda tölvupóst á: eya@skolar.fjardabyggd.is