mobile navigation trigger mobile search trigger
19.05.2023

Leiðtogaráð grunnskólanna í Fjarðabyggð

Fyrri hluta miðvikudagsins 17. maí fundaði hluti leiðtogaráðanna í grunnskólum Fjarðabyggðar í Nesskóla í Neskaupstað ásamt leiðbeinendum sínum og Vöndu Sigurgeirsdóttur höfundi þróunarverkefnisins.

Leiðtogaráð grunnskólanna í Fjarðabyggð

Grunnskólar og félagsmiðstöðvar í Fjarðabyggð og í Múlaþingi hafa unnið að þróunarverkefninu skólaárið 2022-2023 en verkefnið er styrkt af Alcoa Foundation. Verkefnið hófst með leiðtogabúðum að Eiðum haustið 2022. Í framhaldi var valið í leiðtogaráð í skólunum og leiðtogaráðin hafa síðan hist reglulega og unnið að ýmsum verkefnum í vetur sem öll hníga í þá átt að hafa jákvæð áhrif á menningu og félagslegar hegðunarreglur í skólum, félagsmiðstöðvum og í samfélaginu. Mikil ánægja er með verkefnið þó ýmsir hnökrar hafi einnig komið fram eins og gengur og gerist í þróunarverkefnum. Þátttakendur voru ákveðnir í að halda verkefninu áfram næsta skólaár, m.a. með því að halda leiðtogbúðir næsta haust.