mobile navigation trigger mobile search trigger
15.05.2020

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Norðfjarðarflóa

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar kynnir nú drög að tillögu að matsáætlun vegna áforma um efnistöku í Norðfjarðarflóa. Í drögunum er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og sagt frá því hvernig fyrirhugað er að meta umhverfisáhrif hennar. Kynningin stendur yfir frá 15. maí – 4. júní. 

Drög að tillögu að matsáætlun - Efnistaka úr hafsbotni í  Norðfjarðarflóa 

Öllum er heimilt að koma ábendingum á framfæri og skulu þær berast á netfangið birgitta.runarsdottir@fjardabyggd.is en skriflegar ábendingar skal senda á: 

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar

B.t. Birgitta Rúnarsdóttir

Hafnargata 2

730 Reyðarfjörður